Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   fös 31. janúar 2025 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni.
Í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eitt skref í einu.
Eitt skref í einu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að vera kominn heim og gott að vera búinn að klára þetta," segir Guðmundur Baldvin Nökkvason sem er mættur aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl í Svíþjóð.

Stjarnan keypti Guðmund Baldvin aftur frá Mjällby undir lok síðasta árs. Guðmundur er 20 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir Mjällby árið 2023.

Hann var á láni hjá Stjörnunni á síðasta tímabili en hann var ekki í plönum Mjällby á þessu ári og skipti því alfarið núna yfir í Stjörnuna, uppeldisfélag sitt. Það var áhugi á honum frá öðrum félögum á Íslandi en hann segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að velja Stjörnuna.

„Það var frekar auðveld ákvörðun þegar ég fæ að vita að ég verð ekki áfram úti og tek ákvörðun um að koma heim. Þá var það auðveld ákvörðun að koma heim í Stjörnuna."

„Það var einhver áhugi og það var gaman, en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin."

Það er góð niðurstaða
Hann ákvað að ganga í raðir Stjörnunnar á láni frá Mjällby í mars á síðasta ári og spilaði allt tímabilið hér heima er Stjarnan hafnaði í 4. sæti Bestu deildarinnar. Hann segir að planið hafi verið að hann myndi taka það lán og snúa svo aftur til Mjällby.

„Það var planið að taka lánið 2024 og gera vel þar til að fara aftur út. En það kom smá upp, ég brotna og missi svolítið út. Ég gerði ráð fyrir að ég væri að fara aftur út í janúar en það varð ekki raunin," sagði Guðmundur.

„Það er góð niðurstaða að vera kominn aftur alfarið í Stjörnuna og geta lagt sig 100 prósent fram þar."

Hvernig horfirðu á tímann í Svíþjóð?

„Í raun fannst mér þetta mjög góður tími. Það fór vel um mig og ég kom mér vel fyrir. Það er góð reynsla í bankann sem mun nýtast mér í framtíðinni," segir þessi öflugi miðjumaður en hann hefur núna lært helling sem hann mun notfæra sér í framtíðinni.

Eitt skref í einu
Stjarnan hefur fengið inn nokkra öfluga leikmenn í vetur og ætlar liðið sér alvöru hluti í sumar.

„Ég er í toppstandi og liðið hefur núna æft í tvo mánuði. Við erum á góðum stað og erum að gera vel. Mér líst mjög vel á komandi tímabil. Hópurinn er mjög vel uppsettur og ég hef mikla trú á þessu liði," segir Guðmundur og bætir við: „Við tökum það jákvæða úr síðasta tímabili og höldum áfram."

Stefnan er sett á það að komast aftur út í atvinnumennsku á næstu árum.

„Ég hef mikla trú á þessum hóp og trúi því að við munum gera mjög vel í sumar. Það er eitt skref í einu hjá mér og fyrst er það að standa mig vel með Stjörnunni. Ef ég stend mig vel hér, þá ætti að opnast gluggi til að fara aftur út. Markmiðið mitt er að fara aftur út þegar ég er búinn að standa mig vel með Stjörnunni."

Allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner