„Það er léttir að vinna fyrsta leikinn og að ná loks í fyrstu þrjú stigin gefur okkur meðbyr inn í gríðarlega mikilvægan næsta leik gegn Keflavík," sagði Jóhannes Harðarson eftir 3-2 sigur sinna manna gegn Víkingi í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 2 Víkingur R.
„Þegar fyrsta markið kemur þá fáum við meiri trú og förum að spila betur og ég er mjög stoltur af strákunum að ná að halda í forystuna og landa þessum sigri," sagði Jói.
ÍBV leiddi 3-0 í fyrri hálfleik en Víkingar náðu að skora 2 mörk og voru nálægt því að jafna undir lokin.
„Þegar fór að líða á leikinn voru menn farnir að henda sér fyrir skot og í tæklingar sem er ekkert sjálfgefið þegar menn eru hálf-brotnir eftri erfiða byrjun á mótinu, það er feykilega öflugt hjá strákunum að ná að halda þessu,"
Aðspurður um næsta leik gegn Keflavík hafði Jói þetta að segja:
„Það verður öðruvísi undirbúningur eftir sigurleik heldur en tapleik og nú er mikilvægt að ná sér niður á jörðina, við getum ekki spilað eins og við gerðum fyrstu 15-20 mínúturnar en allt hitt var til fyrirmyndar," sagði Jói að lokum.
Athugasemdir























