Roma er 45 mínútum frá því að vinna Evrópudeildina en liðið er marki yfir gegn Sevilla í úrslitaleiknum.
Það hefur verið mikil barátta í leiknum og mikil læti. Menn lágu mikið eftir höfuðhögg í upphafi leiks.
Roma vildi fá tvær vítaspyrnur í hálfleiknum. Fyrst fékk Tammy Abraham höfuðhögg eftir hættuspark og í seinna atvikinu féll Lorenzo Pellegrini fyrirliði liðsins í teignum. Anthony Taylor dómari leiksins gaf hönum hins vegar gult spjald fyrir dýfu.
Eftir 35 mínútna leik braut Paulo Dybala ísinn þegar hann komst í gegn og setti boltann framhjá Bono í marki Sevilla.
Leikurinn stoppaði mikið og voru sjö mínútum bætt við. Seint í uppbótartíma var Sevilla nálægt því að jafna metin þegar Ivan Rakitic átti frábært skot en boltinn hafnaði í stönginni.
Sjáðu markið hér.