Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Leiknir vann 3-0 sigur gegn Völsungi í 1. deildinni í kvöld. Hilmar er heitur um þessar mundir en hann skoraði sigurmark Leiknis gegn KF á dögunum.
„Við fengum okkar færi en þetta gekk erfiðlega. Það var erfið fæðing að ná öðru markinu. En ég er ánægður með að við náðum að klára þennan leik sannfærandi. Við unnum 3-0 og héldum hreinu," sagði Hilmar eftir leikinn í kvöld.
„Mér fannst varnarleikur liðsins frábær í dag, „Þessi 1. deild er steikt. Það er lítið sem skilur að. Ef þú kemst á smá skrið þá ertu kominn í bullandi toppbaráttu."
„Mér líður vel núna og það virðist allt leka inn. Undanfarin ár hefur vantað upp á markaskorun hjá mér og glæsilegt að það er að koma inn núna."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























