banner
   mið 23. mars 2011 06:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: krreykjavik 
Baldur Sigurðsson: Mótið endar með titli í Vesturbænum
Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, er sannfærður um að það komi titill í hús í Vesturbænum í sumar. Baldur svaraði spurningum frá vefsíðunni krreykjavik.is sem hefur verið að taka púlsinn á KR-ingum fyrir sumarið.

„Þetta verður aðeins öðruvísi mót núna heldur en áður vegna pásunnar sem kemur í júní og því spilað gríðarlega þétt í byrjun. Hraðmótið í byrjun telur fleiri leiki áður og mikilvægt að vera búinn að koma sér í góða stöðu eftir það," segir Baldur.

„Mér sýnist að það séu alveg 4-5 lið sem geti gert tilkall dollunnar í sumar og erum við klárlega eitt af þeim. Það stefnir því í skemmtilegt mót sem mun enda með titli í Vesturbænum. Það er á hreinu."

Baldur segir að KR hafi á heildina litið spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. „Við höfum átt misjafna leiki, samanber uprúllunina á móti Breiðablik og svo úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu. Rúnar er hægt og rólega að koma sínum áherslum í leik liðsins og við verðum bara betri með hverjum leiknum sem við spilum," segir Baldur.

Hann er ánægður með frammistöðu markvarðarins Hannesar Þórs Halldórssonar sem kom frá Fram eftir síðasta sumar.

„Hann hefur verið mjög stöðugur í sínum leik hingað til og ég bind miklar vonir við hann í sumar. Svo hefur vörnin verið að eflast í undanförnum leikjum og verið mjög góð. Svo finnst mér liðið vera að ná upp mörgum mjög góðum spilköflum í leikjum og þar er kannski handbragð Rúnars að sýna sig best," segir Baldur Sigurðsson í viðtali við stuðningsmannasíðu KR.
banner
banner
banner