Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 09. júlí 2008 15:37
Magnús Már Einarsson
Heimild: Vísir.is 
Jónas stendur við hvert einasta orð og hættir strax með Völsung
Jónas Hallgrímsson.
Jónas Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Jónas Hallgrímsson er hættur sem þjálfari Völsungs en hann ætlar ekki að klára fyrri umferðina með liðinu eins og hann hafði lýst yfir. Tveir leikir eru eftir í fyrri umferðinni í annarri deild og Jónas hafði ætlað að hætta með liðið að þeim loknum. Hann hefur hins vegar ákveðið að hætta strax sem þjálfari liðsins.

Jónas skaut föstum skotum í viðtali á Fótbolta.net í gær og í kjölfarið sendi knattspyrnuráð Völsungs frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar. Jónas lýsti yfir óánægju sinni með það í viðtali á Vísir.is í dag.

,,Þeir bara gjörsamlega runnu á rassgatið með þetta. Ég tók algjöra ábyrgð á því sem ég sagði og þeim kemur þetta bara ekkert við. Ég var að segja frá því sem þeir hafa líka talað um en svo guggna þeir bara og senda frá sér þessa tilkynningu," sagði Jónas við Vísi.

,,Ég stend algjörlega við það sem ég sagði í þessu viðtali. Ég sé eiginlega eftir því að hafa ekki sagt meira. Þeir hringdu í mig þarna frá þessari síðu meðan ég var í vinnunni. Hefði ég verið betur undirbúinn hefði ég skotið fastari skotum," bætti Jónas við.

Sjá einnig:
Jónas Hallgrímsson útskýrir afhverju hann hætti vegna dómgæslu
Yfirlýsing frá knattspyrnuráði Völsungs
Yfirlýsing frá KSÍ vegna ummæla Jónasar Hallgrímssonar
Athugasemdir
banner
banner
banner