Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 07. ágúst 2011 22:54
Björn Steinar Brynjólfsson
Óli Kristjáns: Hann sá ekkert með öðru auganu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég get ekki verið sáttur, og ég held að Óli Grindavíkurþjálfari sé ekki heldur alsáttur," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli í Grindavík í kvöld.

,,Mér fannst við hafa ákveðna yfirburði í fyrri hálfleik sem við nýttum ekki til að skora nema eitt mark."

,,Grindavík komu grimmari en þeir voru í fyrri hálfleik út í seinni hálfleikinn og það tók okkur tíma að ná því. Við sköpuðum samt fleiri færi í seini hálfleiknum en í þeim fyrri. Bæði frábærar markvörslur hjá Óskari og smá flumbrugangur í okkur sem gerði það að verkum að við skoruðum ekki."


Tómas Óli Garðarsson byrjaði hjá Breiðablik en fór útaf eftir hálftíma. Var hann meiddur?

,,Já, hann sá ekkert með öðru auganu og svimaði og bað um skiptingu. Það er ástæðulaust að láta hann spila ef hann sér ekki nema með öðru," sagði Ólafur en Rafn Andri Haraldsson kom inn í stað Tómasar en var svo tekinn aftur útaf.

,,Við bara vildum gera breytingu og til að geta sett mann inná þurfum við að taka mann útaf og Rafn var þarna nálægt og það var langt liðið á leikinn og ég kippi honum út. Rafn var ekkert búinn að spila illa, hann var bara hendi næst og var orðinn þreyttur."

En getur Ólafur tekið eitthvað jákvætt út úr þessum botnslag?

,,Þetta var fullyrðing hjá þér en við lítum að sjálfsögðu niður á við. Við verðum að passa okkur á að sogast ekki alveg niður í þetta. Ég get tekið það jákvætt út að við fengum eitt stig sem er betra en ekkert en pínulítið að fá ekki þrjú sem er best að fá."
banner