Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 07. ágúst 2011 22:54
Björn Steinar Brynjólfsson
Óli Kristjáns: Hann sá ekkert með öðru auganu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég get ekki verið sáttur, og ég held að Óli Grindavíkurþjálfari sé ekki heldur alsáttur," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli í Grindavík í kvöld.

,,Mér fannst við hafa ákveðna yfirburði í fyrri hálfleik sem við nýttum ekki til að skora nema eitt mark."

,,Grindavík komu grimmari en þeir voru í fyrri hálfleik út í seinni hálfleikinn og það tók okkur tíma að ná því. Við sköpuðum samt fleiri færi í seini hálfleiknum en í þeim fyrri. Bæði frábærar markvörslur hjá Óskari og smá flumbrugangur í okkur sem gerði það að verkum að við skoruðum ekki."


Tómas Óli Garðarsson byrjaði hjá Breiðablik en fór útaf eftir hálftíma. Var hann meiddur?

,,Já, hann sá ekkert með öðru auganu og svimaði og bað um skiptingu. Það er ástæðulaust að láta hann spila ef hann sér ekki nema með öðru," sagði Ólafur en Rafn Andri Haraldsson kom inn í stað Tómasar en var svo tekinn aftur útaf.

,,Við bara vildum gera breytingu og til að geta sett mann inná þurfum við að taka mann útaf og Rafn var þarna nálægt og það var langt liðið á leikinn og ég kippi honum út. Rafn var ekkert búinn að spila illa, hann var bara hendi næst og var orðinn þreyttur."

En getur Ólafur tekið eitthvað jákvætt út úr þessum botnslag?

,,Þetta var fullyrðing hjá þér en við lítum að sjálfsögðu niður á við. Við verðum að passa okkur á að sogast ekki alveg niður í þetta. Ég get tekið það jákvætt út að við fengum eitt stig sem er betra en ekkert en pínulítið að fá ekki þrjú sem er best að fá."
banner