Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 07. ágúst 2011 22:54
Björn Steinar Brynjólfsson
Óli Kristjáns: Hann sá ekkert með öðru auganu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég get ekki verið sáttur, og ég held að Óli Grindavíkurþjálfari sé ekki heldur alsáttur," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli í Grindavík í kvöld.

,,Mér fannst við hafa ákveðna yfirburði í fyrri hálfleik sem við nýttum ekki til að skora nema eitt mark."

,,Grindavík komu grimmari en þeir voru í fyrri hálfleik út í seinni hálfleikinn og það tók okkur tíma að ná því. Við sköpuðum samt fleiri færi í seini hálfleiknum en í þeim fyrri. Bæði frábærar markvörslur hjá Óskari og smá flumbrugangur í okkur sem gerði það að verkum að við skoruðum ekki."


Tómas Óli Garðarsson byrjaði hjá Breiðablik en fór útaf eftir hálftíma. Var hann meiddur?

,,Já, hann sá ekkert með öðru auganu og svimaði og bað um skiptingu. Það er ástæðulaust að láta hann spila ef hann sér ekki nema með öðru," sagði Ólafur en Rafn Andri Haraldsson kom inn í stað Tómasar en var svo tekinn aftur útaf.

,,Við bara vildum gera breytingu og til að geta sett mann inná þurfum við að taka mann útaf og Rafn var þarna nálægt og það var langt liðið á leikinn og ég kippi honum út. Rafn var ekkert búinn að spila illa, hann var bara hendi næst og var orðinn þreyttur."

En getur Ólafur tekið eitthvað jákvætt út úr þessum botnslag?

,,Þetta var fullyrðing hjá þér en við lítum að sjálfsögðu niður á við. Við verðum að passa okkur á að sogast ekki alveg niður í þetta. Ég get tekið það jákvætt út að við fengum eitt stig sem er betra en ekkert en pínulítið að fá ekki þrjú sem er best að fá."
banner
banner