Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   sun 07. ágúst 2011 22:54
Björn Steinar Brynjólfsson
Óli Kristjáns: Hann sá ekkert með öðru auganu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég get ekki verið sáttur, og ég held að Óli Grindavíkurþjálfari sé ekki heldur alsáttur," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli í Grindavík í kvöld.

,,Mér fannst við hafa ákveðna yfirburði í fyrri hálfleik sem við nýttum ekki til að skora nema eitt mark."

,,Grindavík komu grimmari en þeir voru í fyrri hálfleik út í seinni hálfleikinn og það tók okkur tíma að ná því. Við sköpuðum samt fleiri færi í seini hálfleiknum en í þeim fyrri. Bæði frábærar markvörslur hjá Óskari og smá flumbrugangur í okkur sem gerði það að verkum að við skoruðum ekki."


Tómas Óli Garðarsson byrjaði hjá Breiðablik en fór útaf eftir hálftíma. Var hann meiddur?

,,Já, hann sá ekkert með öðru auganu og svimaði og bað um skiptingu. Það er ástæðulaust að láta hann spila ef hann sér ekki nema með öðru," sagði Ólafur en Rafn Andri Haraldsson kom inn í stað Tómasar en var svo tekinn aftur útaf.

,,Við bara vildum gera breytingu og til að geta sett mann inná þurfum við að taka mann útaf og Rafn var þarna nálægt og það var langt liðið á leikinn og ég kippi honum út. Rafn var ekkert búinn að spila illa, hann var bara hendi næst og var orðinn þreyttur."

En getur Ólafur tekið eitthvað jákvætt út úr þessum botnslag?

,,Þetta var fullyrðing hjá þér en við lítum að sjálfsögðu niður á við. Við verðum að passa okkur á að sogast ekki alveg niður í þetta. Ég get tekið það jákvætt út að við fengum eitt stig sem er betra en ekkert en pínulítið að fá ekki þrjú sem er best að fá."