Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   mið 23. maí 2012 16:20
Atli Þór Sigurðsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Reglur hinnar næstum fullkomnu íþróttar
Atli Þór Sigurðsson
Atli Þór Sigurðsson
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Þór heiti ég og er ég knattspyrnuáhugamaður mikill. Ég hef spilað knattspyrnu, þjálfað unga knattspyrnumenn og knattspyrnukonur og síðustu árin hef ég verið að dæma mér til gamans. Þess að auki hef ég horft á hundruði knattspyrnuleikja, hvort sem um er að ræða stóra Evrópuleiki í beinni útsendingu eða 3. deildar leik í roki og rigningu.

Ég er samt ekki fanatískur.

(Ef þið nennið ekki að lesa þetta kíkið samt á neðsta punktinn sem er hvað áhugaverðastur!)

Ekki er langt síðan íslenski boltinn fór að rúlla og dómararnir hafa byrjað ágætlega ásamt Skaganum. Mínir menn hjá Leikni bíða eftir flugeldasýningunni eftir tvö töp gegn norðanliðum.

Þegar maður er á pöllunum lendir maður undantekningarlaust í því að áhorfendur hafa ekki hundsvit á leikreglum. Heimtandi gult spjald á eitt og rautt á annað og reyna að sannfæra sessunaut sinn um að þetta var aukaspyrna en ekki hitt. Allt í góðu, og er það kannski ekki skrýtið að áhorfendur skilji ekki reglurnar þar sem þetta er of flókið. Ekki einu sinni dómararnir eru alltaf sammála.

STIKLAÐ Á STÓRU:

Rangstaða
Mikil þróun hefur verið á þessari skemmtilegu reglu síðan hugmyndin kom fyrst upp árið 1848. Hér er myndband sem kennir rangstöðu

Og hér er fróðleikur

Nýlega var reglunni breytt. Ímyndið ykkur þetta:
o Það kemur sending inn fyrir ætluð sóknarmanni. Vörnin sér sóknarmanninn rangstæðan og stoppar. Hann áttar sig á því að hann er rangstæður og fer frá boltanum og hefur þar af leiðandi ekki bein áhrif á leikinn. Kantmaðurinn brunar upp og gefur boltann fyrir á sóknarmanninn sem stendur einn á auðum sjó. Nýjar reglur segja: Ný leikstaða og því ekki rangstaða.
o Ekki er rangstaða ef sóknarmaðurinn er einungis með höndina fyrir innan þegar sendingin kemur.

HVERJU BREYTIR ÞAÐ? Annað hvort ertu fyrir innan eða ekki!!!

Af hverju ekki bara að einfalda þetta og forða okkur frá matsatriðum og túlkunaratriðum í hvert skipti eins og þetta sé handbolti?

Hendur
Þegar dæma skal hendi þá ber dómaranum (á einu augnabliki) að meta nokkur atriði. Hvað segja lögin?

Samkvæmt knattspyrnulögunum gerast leikmenn eingöngu brotlegir með því að handleika knöttinn (með hönd eða handlegg) viljandi. Hvað þarf að hafa í huga?
• Hreyfing handarinnar (handleggsins) í átt að knettinum (ekki knattarins í átt að höndinni).
• Fjarlægð mótherjans frá knettinum.
• "Staða" handleggsins þarf ekki alltaf vera skýrt dæmi um að leikbrot hafi verið framið.
Og fleira og fleira......

„Ef boltinn fer í höndina á leikmanni þarf að hafa þrennt í huga“
• Hendur upp að líkama = Ekki leikbrot
o Dæmi: Skotið er að marki. Varnarmaður setur hendurnar fyrir andlitið (eða six-packið eins og Bjarni Jó orðaði það síðasta sumar) og boltinn fer í þær. EKKI leikbrot, þar sem boltinn hefði hvort sem er farið í andlitið (eða six-packið).
• Hendur ekki upp að líkama, óvart eða viljandi = Leikbrot
o Dæmi: Leikmaður tæklar inn í teig og boltinn rúllar í hendina á honum en hefði komið mótherjanum í ágætis stöðu. Leikbrot
• var boltinn á leiðinni útaf eða í þá stöðu að sóknarliðið gat ekki mögulega hagnast = EKKI leikbrot
o Dæmi: Varnarliðið er að hreinsa boltann út úr teignum eftir mikið moð. Boltinn stefnir í innkast / að miðju en fer í höndina á leikmanninum. EKKI leikbrot. Ásetningur er samt sem áður alltaf leikbrot og gult eða rautt spjald eftir aðstæðum.

„Ef leikmaður hagnast á stöðu sinni þá er rangstaða“ (eins og í dæminu áðan) PUNKTUR
- sóknarmanninn að koma sér úr rangstöðu til að vera löglegur aftur.

Einföldun
Í NFL deildinni í Ameríku nota þeir sjónvarpsskjái til þess að útkljá ákveðna dóma og svo eru þeir með talkerfi þar sem þeir segja áhorfendum hvað þeir dæmdu. Hvernig væri að taka það upp? „Boltinn fór í höndina. Þú gerðir þig of breiðan að mínu mati“ „sólinn of hátt uppi þótt þú hafir tekið boltann“
Eða að fjórði dómarinn hafi aðgang að skjá og geti hjálpað dómaranum (eins og í leik KR ÍBV þar sem boltinn fór í höndina á manninum fyrir utan teig og dæmt var víti)

#ofmikið? Já líklega.

...en að lokum er ein regla sem þyrfti að taka upp frá handknattleiksíþróttinni góðu:

„Ef leikmaður svo mikið sem snertir boltann eftir að það er búið að flauta þá skal gefa honum áminningu“.

Það er óþolandi þegar leikmenn pota boltanum „í áttina“ þar sem aukaspyrnan átti að vera að hans mati og koma í veg fyrir að aukaspyrnan sé tekin strax.

Spáið aðeins í þessu og góða skemmtun í sumar!!!
Atli Þór Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner