Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   mán 28. september 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Björgvin Stefán: Að skrifa fyrir Fótbolta.net er mjög gaman
Björgvin var valinn bestur í 2. deild.
Björgvin var valinn bestur í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefán Pétursson, leikmaður Leiknis F, var valinn bestur í 2. deildinni á lokahófi Fótbolta.net í fyrrakvöld.

Björgvin skoraði 12 mörk og hjálpaði Leiknismönnum að tryggja sér sæti í 1. deildinni á næsta tímabili.

„Ég raðaði inn mörkum fyrri hlutann en seinni hlutann var ég ekki alveg jafn heitur. En ég er bara sáttur og bara geggjað að fá þessi verðlaun, það er mikil viðurkenning. Ég er mjög sáttur," sagði Björgvin 

„Við lögðum allir mikið á okkur í Leikni Fáskrúðsfirði og við uppskárum. Við spilum í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði og lyftingaraðstaðan er mjög góð, það er allt til alls," sagði Björgvin.

„Við fengum gervigrashús sem er Fjarðabyggðarhöllin fyrir svona sex árum síður. Ætli það sé ekki valdur af því, gervigraskynslóðin, við erum bara hluti af henni eins og allir aðrir og höfum getað æft eins og Reykjavíkurliðin. Við erum ekkert verri í fótbolta," sagði Björgvin, sem skrifar einnig fyrir Fótbolta.net þegar hann hefur tíma. Hann skrifaði um leik FH og Fjölnis í fyrradag.

„Ég hef verið að taka að mér fyrir Fótbolta.net en ég svindlaði samt ekki í kosningunni. Þetta eru fyrirliðar og þjálfarar. En að skrifa fyrir Fótbolta.net er mjög gaman," sagði Björgvin.
Athugasemdir
banner