Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fim 11. október 2018 13:52
Hafliði Breiðfjörð
Sam Hewson: Fylkir er rétta félagið fyrir mig
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Mynd: Aðsend
„Miðað við tilfinninguna sem ég fékk eftir samtöl mín við stjórnina og alla hjá félaginu finn ég að þetta er metnaðarfullt félag og rétta félagið fyrir mig," sagði Sam Hewson sem í dag gekk í raðir Fylkis frá Grindavík.

„Það voru mörg félög sem sýndu mér áhuga en Fylkir sýndi mér langmestan áhuga og því fannst mér þetta réttu skiptin fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með þetta."

Hewson hefur undanfarin ár leikið með Grindavík en í lok tímabilsins varð ljóst að hann væri að hætta hjá félaginu. Srdjan Tufegdzic tók við liðinu af Óla Stefán Flóventsyni og ræddi við hann.

„Ég naut þess að vera í Grindavík og talaði við stjórann þar fyrir komandi tímabil en metnaður okkar lá ekki saman svo ég ákvað að færa mig um set og leita að annarri áskorun," sagði Hewson.

Ef stöðutaflan væri tekin saman bara fyrir síðustu sex umferðir Íslandsmótsins í sumar þá hefði Fylkir endað á toppi deildarinnnar. Hewson vissi af þessu og vill halda áfram að byggja ofan á það.

„Það hafa nokkrir sagt mér frá þessari tölfræði, í lok tímabilsins var liðið að spila virkilega vel og vonandi getum við gert það sama á næstu leiktíð," sagði Hewson en nánar er rætt við hann í sjónvarpin hér að ofan en þar ræðir hann veru sína á Íslandi en hann kom fyrst hingað árið 2011 til að spila fyrir Fram, fór svo í FH, þá Grindavík og nú Fylki.

„Ég held að Ísland muni ekki losna við mig héðan af. Ég er kominn hingað til að vera til framtíðar. Mér líkar mjög vel á Íslandi og ánægður með að vera hérna áfram," sagði hann.
Athugasemdir
banner