Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mán 04. júlí 2005 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Gerrard á förum frá Liverpool?
Er Gerrard tilbúinn að kveðja Anfield?
Er Gerrard tilbúinn að kveðja Anfield?
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Nú virðist allt benda til þess að Steven Gerrard fyrirliði Evrópumeistara Liverpool sé á förum frá félaginu en enskir fjölmiðlar eru í dag flestir uppfullir af fréttum þess efnis að viðræður milli leikmannsins og félagsins hafi siglt í strand. Miðlar eins og The Times, Daily Telegraph, The Mirror og fleiri greina frá þessu máli í dag.

Á æfingu liðsins á Melwood æfingasvæðinu á laugardag mun Gerrard hafa tillkynnt Rafael Benítez stjóra liðsins að hann hafi fengið nóg af áhugaleysi félagsins á að semja við sig og að hann hafi reynt að fá félagið til að semja við sig frá því liðið vann Evrópukeppnina 25. maí og að þar sem tilboð virtist ekki ver að koma hafi hann litið svo á að verið væri að neyða hann út.

Þolinmæði leikmannsins mun svo endanlega hafa þrotið í gærkvöld þar sem félagið hefur ekki verið að bjóða honum bættan samning og nú virðist sem leikmaðurinn sé á förum og þá eru líklegust áfangastaðirnir taldir Chelsea eða Real Madrid.

Gerrard mun hafa ákveðið í gær að hann hafi fengið nóg af þessu og jafnvel þótt Liverpool kæmi til hans í dag og segðist tilbúið að hitta hann strax og ganga frá samningum þá myndi hann segja það útilokað mál.

Steve Cotton talsmaður Liverpool sagði þrátt fyrir þetta í gær: ,,Staða okkar er mjög skýr, við viljum að Gerrard verði áfram hjá félaginu."

Nú eru aðeins 9 dagar í að Liverpool leiki sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Total Network Solutions í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Ef Gerrard leikur með Liverpool í þeim leik er ljóst að verðmæti hans hrapar mikið því þá má hann ekki leika með neinu öðru liði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner