Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. mars 2019 09:13
Arnar Helgi Magnússon
Solskjær gerir þriggja ára samning við Man Utd (Staðfest)
Solskjær ráðinn stjóri Manchester United til frambúðar.
Solskjær ráðinn stjóri Manchester United til frambúðar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær hefur skrifað undir þriggja ára samning við Manchester United. Þetta staðfesti félagið í morgun.

Talið er að Mike Phelan verði áfram aðstoðarmaður Solskjær en það hefur þó ekki verið staðfest af United.

Norðmaðurinn fékk í upphafi samning út tímabilið en hann tók við liðinu í desember eftir að Jose Mourinho var rekinn frá félaginu eftir afleitt gengi.

Solskjær hefur stýrt Manchester United í nítján leikjum og hafa fjórtán þeirra unnist. Þegar Solskjær tók við var Manchester United ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti. Nú situr liðið í fimmta sæti, tveimur stigum frá fjórða sætinu.

„Frá fyrsta degi þá hefur mér liðið eins og heima hjá þessu sérstaka félagi. Það var heiður að vera leikmaður Manchester United og hefja svo þjálfaraferil minn hérna," segir Solskjær.

„Síðustu mánuðir hafa verið stórkostleg reynsla og ég vil þakka þjálfarateyminu, leikmönnum og starfsmönnum fyrir þá vinnu sem við höfum þegar framkvæmt. Þetta er starfið sem ég hef alltaf dreymt um og mun vonandi ná þeirri velgengni sem okkar ótrúlegu stuðningsmenn eiga skilið."

Næstu leikir Manchester United:
30. mars - Watford (heima)
2. apríl - Wolves (úti)
10. apríl - Barcelona (heima)
13. apríl - West Ham (heima)
16. apríl - Barcelona (úti)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner