Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. maí 2019 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Luke Shaw valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Man Utd
Mynd: MEN
Lokahóf Manchester United fór fram í kvöld þrátt fyrir að einum leik sé ólokið. Man Utd mætir Cardiff á sunnudaginn í lokaleik tímabilsins.

Stemningin hefur eflaust verið frekar furðuleg enda United liðið spilað illa undanfarið og jafntefli liðsins um síðustu helgi kemur í veg fyrir að United eigi möguleika á Meistaradeildarsæti.

Leikmaður ársins
Luke Shaw var valinn Sir Matt Busby leikmaður ársins og leikmaður ársins af leikmönnum félagsins. Shaw byrjaði leiktíðina vel og var loksins að mestu laus við meiðsli. Þetta var í annað sinn sem útileikmaður er valinn leikmaður ársins hjá United eftir að Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013. Ander Herrera vann þessi verðlaun fyrir tveimur árum. Sir Matt Busby verðlaunin eru veitt þeim leikmanni sem kosinn er leikmaður ársins af stuðningsmönnum.

Besti leikmaður kvennaliðsins
Katie Zelem var valin besti leikmaður kvennaliðsins sem komst upp í úrvalsdeildina á leiktíðinni. Zelem skoraði tíu mörk í nítján leikjum kvennaliðsins á leiktíðinni.

Besti ungi leikmaðurinn
Mason Greenwood var valinn besti ungi leikmaðurinn. Greenwood hefur tvisvar sinnum komið inn á í deildinni í vetur en hans fyrsta innkoma var gegn PSG í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Besti leikmaður varaliðsins
Tahith Chong var valinn besti leikmaður varaliðsins á leiktíðinni. Bæði hann og Greenwood æfðu með aðalliðinu í dag og gætu spilað gegn Cardiff á sunnudaginn.

Mark tímabilsins
Mark Andreas Pereira gegn Southampton var valið mark ársins á lokahófinu. Markið má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner