Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. október 2019 22:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári um Giroud: Endar alltaf í bardaga við hann
Icelandair
Kári og Giroud.
Kári og Giroud.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason og Olivier Giroud háðu harða baráttu á Laugardalsvelli í kvöld.

Giroud skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu um miðbik seinni háfleiksins.

Kári var spurður út í baráttuna við Giroud í viðtali eftir leikinn.

„Hann er gríðarlega sterkur og í markinu þeirra, þá föllum við kannski of mikið aftur. Það er rosalega erfitt að vinna fram fyrir hann, hann er það stór of sterkur."

„Ef þú reynir að fara fram fyrir hann, þá stígur hann þig út og þá er hann einn fyrir opnu marki. Þú endar alltaf á því að vera í einhverjum bardaga við hann."

„Hann er mjög góður, það er bara þannig."

Giroud ræddi aðeins við íslenska fjölmiðlamenn eftir leikinn. Smelltu hér til að sjá hvað hann hafði að segja.

Að neðan má sjá viðtalið við Kára frá því í kvöld í heild sinni.
Kári Árna: Með þrjú lið sem gætu barist um Heimsmeistaratitil
Athugasemdir
banner
banner
banner