Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ansu Fati yngsti markaskorari í sögu keppninnar
Mynd: Getty Images
Ansu Fati varð í gærkvöldi yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, 17 ára og 40 daga gamall.

Fati kom inn af bekknum og gerði sigurmark Barcelona á útivelli gegn Inter í lokaumferð riðlakeppninnar.

Börsungar mættu til leiks með varalið enda búnir að vinna riðilinn en Inter þurfti sigur til að tryggja sig áfram.

Leikurinn var opinn og fjörugur og var staðan jöfn 1-1 þar til Fati gerði laglegt sigurmark með skoti utan teigs sem fór í stöngina og inn.

Fati bætti met Peter Ofori-Quaye, sem var 17 ára og 194 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Olympiakos 1. október 1997.
Athugasemdir
banner
banner
banner