Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
banner
   sun 25. janúar 2026 16:46
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Hræðilegur dagur hjá Bandaríkjamanninum
Joe Scally var skúrkurinn í liði Gladbach
Joe Scally var skúrkurinn í liði Gladbach
Mynd: EPA
Borussia M. 0 - 3 Stuttgart
0-0 Haris Tabakovic ('13 , Misnotað víti)
0-1 Jamie Leweling ('30 )
0-2 Joe Scally ('67 , sjálfsmark)
0-3 Deniz Undav ('74 )

Stuttgart er komið upp í 4. sæti þýsku deildarinnar eftir 3-0 sigur liðsins á Borussia Mönchengladbach í dag.

Heimamenn í Gladbach fengu gullið tækifæri til að komast yfir á 13. mínútu. Jamie Leweling handlék boltann í teignum og var Haris Tabakovic settur á punktinn, en Alexander Nübel varði frá honum.

Gladbach klikkað á þremur af síðustu sex vítaspyrnum sínum í deildinni.

Leweling bætti upp fyrir vítaspyrnuna sem hann gaf með því að skora á 30. mínútu. Bandaríski bakvörðurinn Joe Scally misreiknaði fyrirgjöf Stuttgart, lagði hann fyrir Leweling með kassanum sem þakkaði bara pent fyrir sig og skoraði.

Rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok var Scally aftur á vettvangi þegar Stuttgart gerði annað markið er hann stýrði hornspyrnu Chris Führich í eigið net. Hræðilegur dagur hjá Scally.

Deniz Undav, sem hefur raðað inn mörkum með Stuttgart á tímabilinu, byrjaði á bekknum en kom inn sem varamaður og skoraði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Undav kominn með ellefu deildarmörk og tvær stoðsendingar á tímabilinu.

Öruggt hjá Stuttgart sem er í 4. sæti með 36 stig en Gladbach í 11. sæti með 20 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 19 16 2 1 72 16 +56 50
2 Dortmund 19 12 6 1 38 17 +21 42
3 Hoffenheim 18 11 3 4 38 22 +16 36
4 Stuttgart 19 11 3 5 36 26 +10 36
5 RB Leipzig 18 11 2 5 36 24 +12 35
6 Leverkusen 18 10 2 6 35 25 +10 32
7 Eintracht Frankfurt 19 7 6 6 39 42 -3 27
8 Freiburg 19 6 7 6 30 32 -2 25
9 Union Berlin 19 6 6 7 24 30 -6 24
10 Köln 19 5 6 8 28 31 -3 21
11 Gladbach 19 5 5 9 23 32 -9 20
12 Wolfsburg 19 5 4 10 28 41 -13 19
13 Augsburg 19 5 4 10 22 36 -14 19
14 Hamburger 18 4 6 8 17 27 -10 18
15 Werder 18 4 6 8 21 35 -14 18
16 Mainz 19 3 6 10 21 32 -11 15
17 St. Pauli 18 3 4 11 16 31 -15 13
18 Heidenheim 19 3 4 12 17 42 -25 13
Athugasemdir
banner
banner