Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 15:21
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Arsenal og Man Utd: Jesus fremstur - Carrick breytir ekki sigurliði
Gabriel Jesus heldur sæti sínu í framlínu Arsenal
Gabriel Jesus heldur sæti sínu í framlínu Arsenal
Mynd: EPA
Topplið Arsenal tekur á móti erkifjendum sínum í Manchester United í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 á Emirates leikvanginum í Lundúnum í dag.

Arsenal getur komið sér aftur í sjö stiga forystu á toppnum á meðan Man Utd á möguleika á því að komast upp fyrir Liverpool og mögulega í Meistaradeildarsæti.

Man Utd hefur ekki unnið Arsenal í deildinni síðan 2023 en þá gerðu Bruno Fernandes og Jadon Sancho mörkin. Síðan þá hefur Arsenal unnið fimm og einn farið jafntefli.

Mikel Arteta gerir fjórar breytingar frá 3-1 sigrinum á Inter í vikunni, en Piero Hincapie kemur í vinstri bakvörðinn í stað Myles Lewis-Skelly og þá kemur Gabriel í vörnina í stað Cristhian Mosquera.

Declan Rice og Martin Ödegaard snúa á miðsvæðið í stað Eberechi Eze og Mikel Merino. Gabriel Jesus heldur sæti sínu sem fremsti maður.

Michael Carrick heldur í sama lið og vann Manchester City 2-0 í síðustu umferð deildarinnar.

Arsenal: Raya, Timber, Gabriel, Saliba, Hincapie, Rice, Zubimendi, Odegaard, Saka, Trossard, Jesus.

Man Utd: Lammens, Dalot, Maguire, Martinez, Shaw, Casemiro, Mainoo, Amad, Fernandes, Dorgu, Mbeumo.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 6 2 41 15 +26 51
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
5 Man Utd 23 9 9 5 39 33 +6 36
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner