Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 15:42
Brynjar Ingi Erluson
Heiðdís leggur skóna á hilluna - „Erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“
Kvenaboltinn
Skór Heiðdísar eru komnir upp í hillu
Skór Heiðdísar eru komnir upp í hillu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarinn Heiðdís Lillýardóttir hefur lagt skóna á hilluna en þetta tilkynnir hún á Instagram í dag.

Heiðdís er 29 ára gömul og hóf feril sinn með Hetti á Egilsstöðum, en hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2010 og lék þar til 2015 er hún gekk í raðir Selfoss.

Hún heillaði þar með frammistöðu sinni í Pepsi-deildinni 2015 er Selfoss hafnaði í 3. sæti en liðið féll síðan árið eftir og gekk Heiðdís þá í raðir Breiðabliks.

Þar lék hún stóra rullu er Breiðablik varð Íslandsmeistari árin 2018 og 2020 en árið 2022 hélt hún til Benfica í Portúgal þar sem hún var um skeið áður en hún fór til Basel í Sviss. Þar lék hún í eitt ár áður en hún varð ólétt af dóttur sinn og sneri síðan aftur heim í Breiðablik þar sem hún fagnaði Íslands- og bikarmeistaratitli síðasta haust ásamt því að koma liðinu í 8-liða úrslit Evrópubikarsins.

Heiðdís hefur tilkynnt að það hafi verið hennar síðasta tímabil, að minnsta kosti í bili.

„Erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið en ætla að segja bless… í bili….. því maður veit aldrei

Litla ég frá Egilsstöðum hefði verið svo stolt að sjá allt sem ég hef upplifað í gegnum fótboltann. Öll aukavinnan skilaði sér svo sannarlega.
Ég hafði rosalega mikla ástríðu og keppnisskap sem barn og átti mér stóra drauma en aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi vinna alla þessa titla, spila alla þessa stóru leiki í 16 liða úrslitum í Meistaradeildinni og Evrópukeppninni og fara út í atvinnumennsku til tveggja landa.“

„Fótboltinn hefur verið númer 1, 2 og 3 nánast allt mitt líf. Ég gaf mig alla í þetta, barðist fyrir liðin mín og tók á móti öllum mótlætum með höfuðið hátt og hélt áfram. Ástríðan var það mikil að þetta var allt saman þess virði. Ég geng södd og sátt frá borði og sé ekki eftir neinu. Allt fólkið sem ég hef kynnst og lært af er samt það sem stendur uppúr. - Þjálfarar og sjúkraþjálfarar sem ég lít upp til og mun leita ráða til í framtíðinni og liðsfélagar/vinkonur sem munu fylgja mér í gegnum lífið. Verð alltaf svo þakklát fyrir öll þessi ár. Takk fyrir mig,“
skrifaði Heiðdís á Instagram.

Á tíma sínum hjá Breiðabliki lék Heiðdís 189 leiki og gerði 8 mörk. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með félaginu og þá vann hún bikarmeistaratitilinn sömuleiðis í þrígang.


Athugasemdir
banner