Barcelona 3 - 0 Oviedo
1-0 Dani Olmo ('52 )
2-0 Raphinha ('57 )
3-0 Lamine Yamal ('73 )
1-0 Dani Olmo ('52 )
2-0 Raphinha ('57 )
3-0 Lamine Yamal ('73 )
Spánarmeistarar Barcelona tóku á móti botnliði Real Oviedo í spænska boltanum í dag.
Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill og furðu jafn, þar sem gestirnir frá Oviedo fengu hættulegasta færið.
Börsungar tóku þó völdin á vellinum í síðari hálfleik og skópu þægilegan sigur að lokum. Dani Olmo skoraði fyrsta markið á 52. mínútu eftir góða hápressu Börsunga og tvöfaldaði Raphinha forystuna skömmu síðar eftir aðra vel heppnaða hápressu.
Lamine Yamal gerði þriðja og síðasta markið með laglegri klippu eftir sendingu frá Dani Olmo. Þriðja markið kom einnig eftir mistök í uppbyggingu gestanna sem réðu engan veginn við pressuna frá Barca.
Barca endurheimtir toppsæti spænsku deildarinnar með þessum sigri. Meistararnir eru með 52 stig eftir 21 umferð, einu stigi meira heldur en Real Madrid.
Oviedo er áfram á botninum, með 13 stig.
Athugasemdir




