Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 15:01
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Frábær frammistaða Atlético
Alexander Sorloth skoraði sjöunda deildarmark sitt
Alexander Sorloth skoraði sjöunda deildarmark sitt
Mynd: EPA
Atletico Madrid 3 - 0 Mallorca
1-0 Alexander Sorloth ('22 )
2-0 David Lopez ('75 , sjálfsmark)
3-0 Thiago Almada ('87 )

Atlético Madríd vann sannfærandi 3-0 sigur á Real Mallorca í La Liga á Spáni í dag.

Norski landsliðsmaðurinn Alexander Sorloth skoraði á 22. mínútu leiksins. Langt innkast var hreinsað út í teiginn á Marcos Llorente sem hamraði boltanum viðstöðulaust á lofti. Markvörðurinn varði boltann til hliðar á Sorloth sem var einn á auðum sjó og setti boltann örugglega í netið.

Annað markið var afar snoturt þó það hafi verið sjálfsmark. Það var aðallega spilið hjá Atlético sem heillaði. Llorente og Marc Pubill spiluðu Joga Bonito-bolta áður en Llorente kom með laglega fyrirgjöf inn á teiginn sem David Lopez stýrði klaufalega í eigið net.

Varamaðurinn Thiago Almada, sem kom til Atlético frá Botafogo á síaðsta ári, innsiglaði sigurinn með föstu skoti úr teignum eftir hornspyrnu.

Atlético er í 3. sæti með 44 stig en Mallorca í 16. sæti með 21 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 21 16 3 2 45 17 +28 51
2 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
3 Atletico Madrid 21 13 5 3 38 17 +21 44
4 Villarreal 20 13 2 5 37 21 +16 41
5 Espanyol 21 10 4 7 25 25 0 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Osasuna 21 7 4 10 24 25 -1 25
9 Elche 21 5 9 7 29 29 0 24
10 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
11 Sevilla 21 7 3 11 28 33 -5 24
12 Athletic 21 7 3 11 20 30 -10 24
13 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
14 Valencia 21 5 8 8 22 33 -11 23
15 Vallecano 21 5 7 9 17 28 -11 22
16 Mallorca 21 5 6 10 24 33 -9 21
17 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 20 4 5 11 24 34 -10 17
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner
banner