Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 16:57
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingalið Inter kom tvisvar til baka og vann - Ásdís Karen lagði upp
Kvenaboltinn
Ásdís Karen lagði upp annað mark Braga
Ásdís Karen lagði upp annað mark Braga
Mynd: Braga
Íslendingalið Inter á Ítalíu vann frábæran 3-2 sigur á Como í Seríu A kvenna á Ítalíu í dag.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjuðu hjá Inter sem lenti tvisvar undir í leiknum.

Alltaf kom liðið til baka og náði að kreista fram sigurinn með sigurmarki frá Elisu Polli seint í uppbótartíma.

Inter er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig, sjö stigum frá toppliði Roma.

Birta Georgsdóttir kom inn af bekknum hjá Genoa í 1-0 tapi gegn Roma. Þetta var annar leikur hennar fyrir félagið, en hún kom til Genoa frá Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks í byrjun mánaðarins.

Ásdís Karen Halldórsdóttir lagði upp annað mark Braga í 3-0 sigri á Kristjáni Guðmundssyni og stöllum hans í Damaiense í portúgölsku deildinni.

Braga er í 6. sæti með 12 stig en Damaiense í neðsta sæti með 6 stig.

Hildur Antonsdóttir var á miðjunni hjá Madrid sem tapaði fyrir Badalona, 1-0, í Liga F á Spáni. Madrid er í 7. sæti með 26 stig en Badalona í sætinu fyrir neðan með 23 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner