Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   sun 25. janúar 2026 14:44
Brynjar Ingi Erluson
Gæti fengið sparkið frá Leicester
Mynd: EPA
Leicester City er alvarlega að íhuga framtíð spænska stjórans Marti Cifuentes eftir 2-1 tap liðsins gegn Oxford í ensku B-deildinni í gær en þetta segir Sky Sports.

Stuðningsmenn sungu til Cifuentes eftir leikinn: „Rekinn í fyrramálið!“og virðast þeir komnir með nóg.

Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi og stjórnarformaður Leicester, flaug frá Taílandi til að horfa á leikinn, en hann tjáði Sky Sports að ekki væri búið að taka ákvörðun um framtíð Cifuentes.

Eigandinn vill ræða við stjórnarmenn félagsins og Cifuentes áður en ákvörðun verður tekin.

Leicester hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum og er nú í 14. sæti með 38 stig. Leicester að bíða eftir niðurstöðu frá sjálfstæðri og óháðri nefnd vegna brota á fjárhagsreglum sambandisns. Níu stig gætu verið dregin af liðinu og ef það gerast verður liðið rétt fyrir ofan fallsæti á markatölu.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 29 16 7 6 46 29 +17 55
3 Ipswich Town 28 14 8 6 48 27 +21 50
4 Hull City 28 15 5 8 47 40 +7 50
5 Millwall 29 14 7 8 36 35 +1 49
6 Wrexham 29 11 11 7 43 37 +6 44
7 Bristol City 29 12 7 10 40 31 +9 43
8 Watford 28 11 10 7 39 33 +6 43
9 Preston NE 29 11 10 8 36 33 +3 43
10 Stoke City 29 12 6 11 34 26 +8 42
11 Derby County 29 11 9 9 39 37 +2 42
12 QPR 29 11 7 11 40 42 -2 40
13 Birmingham 29 10 9 10 39 38 +1 39
14 Leicester 29 10 8 11 40 43 -3 38
15 Southampton 29 9 10 10 41 41 0 37
16 Swansea 29 10 6 13 32 37 -5 36
17 Sheffield Utd 28 11 2 15 39 41 -2 35
18 Charlton Athletic 28 8 8 12 27 38 -11 32
19 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Portsmouth 27 7 9 11 24 37 -13 30
22 Blackburn 28 7 8 13 26 37 -11 29
23 Oxford United 28 6 9 13 27 36 -9 27
24 Sheff Wed 28 1 8 19 18 56 -38 -7
Athugasemdir
banner
banner