Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2010 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Sjúkraþjálfarahornið: Spjaldliðurinn og verkir út frá honum
Mynd: Aðsend
Mynd: Getty Images
Trausti Már Valgeirsson sjúkraþjálfari svarar á mánudagsmorgnum fyrirspurnum lesenda um algeng meiðsli í fótboltanum og útskýrir málið hér á Fótbolta.net. Trausti svarar í dag nýrri fyrirspurn.

Öllum er frjálst að senda Trausta fyrirspurnir og á hverjum mánudegi svarar hann einni slíkri. Sendið fyrirspurnir á netfangið: [email protected].

TRAUSTI MÁR VALGEIRSSON
Trausti Már útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands með B.sc. gráðu í sjúkraþjálfun árið 2008. Hann vinnur í dag sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfuninni Ártúnshöfða og hjá Hreyfingu heilsulind. Hann hefur unnið mikð með íþróttafólki úr ýmsum greinum eins og til dæmis fótbolta, mótorcrossi, taekwondo og fleira
Spjaldliðurinn og verkir út frá honum

Spjaldliðurinn (SI liðurinn) getur verið algeng ástæða fyrir bakverkjum. SI liðurinn er staðsettur í aftari hluta mjaðmagrindarinnar á milli mjaðmabeinsins (Ilium) og spjaldbeinsins (sacrum) þar sem þau koma saman. Ýmsar ástæður geta verið fyrir verkjum á þessu svæði eins og t.d. áverkar, hormónar breytingar á meðgöngu, líkamsbygging eða bólgur í liðnum.

SI liðurinn er styrktur af þykkum og sterkum liðböndum sem gefa mikinn stöðugleika. SI liðurinn hleypir miklum krafti í gegnum sig við þungaberandi álag og því geta tognanir eða áverkar í kringum SI liðinn verið mjög algeng ástæða fyrir mjóbaksvandamálum.

Tognun á SI lið var algeng greining á mjóbaksvandamálum snemma á síðustu öld, en þegar læknar fóru að skilja hvernig einkenni sem kom vegna útbungana í hrygg eða brjóskloss í mjóbaki var SI tognun ekki fyrsta greining eins og áður fyrr. En SI liðurinn getur valdið verkjum sem svipa til taugaeinkenna frá mjóbaki.

Áverkar, líkamsbygging og hormóna breytingar geta öll leitt til SI vandamáls, staða liðarins getur breyst og stöðugleikinn minnkað í liðnum. Þessar breytingar geta leitt til rangs álags á liðfleti, liðbönd og vöðva í kringum liðinn sem veldur síðan verkjum.
Ýmis vandamál geta komið upp í liðnum ef einstaklingar t.d dettur beint á rassinn eftir fall og þá geta verkir hamlað frekari íþróttaiðkun.

Hormónabreytingar á meðgöngu hafa þau áhrif að liðbönd verða teygjanlegri sem getur minnkað stöðugleika liðarins, þess vegna eru SI vandamál algengari í konum heldur en körlum. Bólgur í SI liðnum geta líka framkallað verki á svæðinu, það geta verið ýmsir sjúkdómar sem eru orsök fyrir þessum bólgum eins og t.d. hryggikt, psoriasis liðagigt ofl.

Einkennin frá SI liðnum geta komið fram eins og stingur við að sitja, beygja sig, lyfta, standa upp úr stól eða lyfta hnjánum upp við stigagöngu. Verkurinn getur leitt djúpt inn í nárann, rasskinnarnar eða verið aftan á lærinu sem svipar mjög til brjóskloss einkenna, en verkur frá SI liðnum leiðir örsjalda niður fyrir hné. Þess vegna er afar mikilvægt að mismunagreina vandamál frá öðrum bakvandamálum áður en meðferð hefst.

Best er að taka pásu frá æfingum á meðan versta tímabilið er að ganga yfir. Þegar viðkomandi hefur fundið stöðu sem dregur úr verknum er best að halda henni sem mest fyrstu 24 tímana og jafnvel taka verkjalyf til þess að slá á verstu verkina.

Sjúkraþjálfun hefur gefið góða raun við SI vandamálum en hjá óléttum konum getur það komið upp að verkurinn hverfur ekki fyrr en eftir fæðingu þegar teygjanleiki liðbandanna er ekki eins mikill og áður, þess vegna geta óléttubelti gefið aukinn stuðning fyrir SI liðina og minnkað verki á meðgöngu.

Teygjur geta verið mjög mikilvægar til þess að draga úr verkjum því stífir og ofvikir vöðvar geta myndað óeðlilegt álag á liðinn og valdið þar af leiðandi verkjum út frá SI liðnum.
banner
banner
banner
banner