Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
banner
   fim 01. febrúar 2024 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var alveg margt jákvætt. Mér fannst bæði lið sýna mjög gott hjarta og svona, en það voru ekki mikil gæði fótboltalega séð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tap gegn KR í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  6 KR

„Þetta var svolítill borðtennis leikur og það er leikur sem hentar þeim betur en okkur. Þetta var seinni bolta leikur og mikil læti. Mikið hjarta en lítil gæði."

Skipta úrslitin í þessari keppni miklu máli?

„Auðvitað viltu alltaf vinna. En ef sumarið endar eins og það gerði í fyrra, þá er ég alveg sáttur. Þú vilt auðvitað vinna alla leiki. Það er svolítið einstakt að vera handhafi allra titla og við klúðruðum því í kvöld."

Það var mikill hiti í leiknum. „Það var hjarta og mikil læti. Mér fannst ég vera kominn 20 ár aftur í tímann þegar ég var að spila. Það var mikil einstaklingsbarátta, kýlingar og seinni boltar. Það voru brot, og sum brot alvarlegri en önnur. Svona er þetta bara. Þetta var leikur sem hentaði okkur ekki."

Alex Þór Hauksson var í hópnum hjá KR þrátt fyrir að vera ekki skráður með leikheimild. Valdimar Þór Ingimundarson var ekki í hópnum hjá Víkingi. Hvað fannst Arnari um það?

„Valdimar má ekki spila, hann er bara ólöglegur. Og Pálmi (Rafn Arinbjörnsson) líka. Ég veit ekki hvernig staðan er með Alex. Það getur vel verið að hann sé löglegur. Ef hann er ólöglegur þá get ég lofað þér því - á meðan ég er við stjórnvölinn hjá Víkingi - að þá verður ekki kært eða gerður nokkur skapaður hlutur. KR er Reykjavíkurmeistari og það er bara þannig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir