
Arnar Gunnlaugsson var ánægður með að vera kominn aftur í bikarnum eftir 2-1 sigur á 4.deildarliði KÁ á Ásvöllum í dag.
Lestu um leikinn: KÁ 1 - 2 Víkingur R.
„Það er gott að komast áfram í næstu umferð. Við vorum með boltann allan leikinn en þeir voru vel skipulagðir og sýndu gott hjarta. Eftir að þeir minnka muninn í lokin þá gáfu við þeim smá auka boozt en sigurinn var aldrei í hættu. Þetta var erfiður leikur og það er erfitt að spila gegn liði sem pakkar í vörn en það var líka gaman að spila á móti þessu liði," sagði Arnar sem greinilega sýndi þessum leik virðingu bæði með liðsuppstillingunni og fataklæðnaði, en Arnar var í jakkafötum á hliðarlínunni.
„Gömlu karlarnir fengu hvíld síðan tók Halldór Smári og Davíð Örn sitthvorn hálfleikinn. Það vantaði fleiri leikmenn en þeir leikmenn sem komu inn stóðu sig mjög vel. Þetta eru erfiðir leikir, þú ert að spila á móti liði sem reynir að svæfa þig og það reynir á einbeitinguna."
„Eftir að við skoruðum á fyrstu mínútunni þá hélt ég að þetta yrði frekar auðvelt og þetta var þannig séð tiltölulega auðvelt, við vorum mikið með boltann en það vantaði að fá fleiri færi og meiri greddu að skora fleiri mörk," sagði Arnar að lokum.
Víkingur er þar með komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Athugasemdir