Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2022 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Neymar samningsbundinn PSG til 2027 (Staðfest)
Neymar er ekki að fara neitt
Neymar er ekki að fara neitt
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar er samningsbundinn Paris Saint-Germain til 2027 en þetta staðfestir föruneyti hans í samtali við L'Equipe í dag.

PSG gerði Neymar að dýrasta leikmanni heims árið 2017 er félagið keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra.

Á þessum tíma hefur hann skorað 100 mörk og lagt upp 60 í 144 leikjum en þrátt fyrir góða tölfræði þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir viðhorf sitt.

Hann reyndi að komast frá félaginu sumarið 2020 og var Barcelona nálægt því að ná samkomulagi við PSG en franska félagið hætti að svara í símann á mikilvægum tímapunkti og ekkert varð af skiptunum.

Neymar var þá ósáttur í París en hann sætti sig við stöðuna og undir lok tímabilsins gerði hann nýjan þriggja ára samning til 2025.

Í samningnum kom fram að um mánaðamótin myndi samningur hans framlengjast um önnur tvö ár. Það gekk í gegn í dag og hefur föruneyti leikmannsins staðfest það við L'Equipe.

Hann er því samningsbundinn félaginu til 2027 og er ekki á förum í þessum glugga eins og margir fjölmiðlar hafa haldið fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner