Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 13:50
Brynjar Ingi Erluson
Albert í banastuði á Ítalíu - Kominn með tvö mörk gegn Udinese
Albert Guðmundsson skoraði annan deildarleikinn í röð er han kom Genoa yfir gegn Udinese og gerði hann gott betur en það og bætti við öðru undir lok hálfleiksins.

Íslenski sóknartengiliðurinn skoraði í 4-1 sigri Genoa á Roma á dögunum og hélt stuðið áfram í dag.

Hann skoraði gull af marki á 14. mínútu. Albert fékk boltann rétt fyrir utan teiginn, setti hann á hægri fótinn og þrumaði honum á markið og skildi um leið Marco Silvestri, markvörð Udinese, eftir varnarlausan í markinu.

Albert kom boltanum aftur í netið tæpum fimmtán mínútum síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann lét það ekki á sig fá og gerði annað mark sitt á 41. mínútu eftir stoðsendingu Mateo Retegui.

Staðan er 2-1 fyrir Genoa í hálfleik




Athugasemdir
banner
banner
banner