Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 15:22
Brynjar Ingi Erluson
Aron Bjarna lagði upp í ævintýralegri endurkomu Sirius - Júlíus með sjö stiga forystu á toppnum
Aron Bjarnason lagði upp fyrsta markið í endurkomunni
Aron Bjarnason lagði upp fyrsta markið í endurkomunni
Mynd: Sirius
Júlíus Magnússon er á leið upp í efstu deild
Júlíus Magnússon er á leið upp í efstu deild
Mynd: Lemos Media
Júlíus Magnússon og félagar hans í norska B-deildarliðinu Fredrikstad eru með sjö stiga forystu á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni.

Víkingurinn var eins og venjulega í byrjunarliði Fredrikstad í 3-0 sigri á Raufoss, en hann fór af velli á 82. mínútu.

Júlíus er alger lykilmaður í liðinu og hefur verið síðan hann kom frá Víkingi fyrir tímabilið.

Fredrikstad á möguleika á því að tryggja úrvalsdeildarsætið í næstu umferð þegar liðið mætir Asane, en liðið þarf þó að treysta á að Kongsvinger tapi stigum á sama tíma.

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom þá inn af tréverkinu á 77. mínútu í 2-0 sigri Lille á Le Havre í frönsku deildinni. Hákon hefur verið inn og út úr liðinu í byrjun leiktíðar, en Lille er í 6. sæti með 11 stig.

Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarlið Häcken sem vann AIK 2-0. Valgeir fór af velli á 81. mínútu leiksins, en Häcken er enn með í titilbaráttunni í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið er í 3. sæti með 50 stig, tveimur stigum frá toppliði Malmö.

Aron Bjarnason spilaði stórt hlutverk í ótrúlegri endurkomu Sirius í 3-2 sigrinum á Degerfors.

Sirius var 2-0 undir þegar Aron kom við sögu á 60. mínútu og var það eftir stoðsendingu hans sem endurkoman hófst. Aron lagði upp fyrsta markið á fyrstu mínútu í uppbótartíma og tókst Sirius að bæta við tveimur til viðbótar áður en leikurinn var flautaður af.

Sirius er í 10. sæti með 29 stig. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á bekknum hjá Sirius.

Böðvar Böðvarsson var í liði Trelleborg sem tapaði fyrir Västerås, 3-0, í sænsku B-deildinni. FH-ingurinn fór af velli þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Trelleborg er í 7. sæti deildarinnar með 33 stig.

Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum í hálfleik í 1-0 tapi Silkeborg gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Silkeborg hefur, þrátt fyrir þetta tap, byrjað tímabilið mjög vel í Danmörku, en liðið er í 4. sæti aðeins þremur stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner