Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar að gera nýjan samning við enska landsliðsmanninn Ben White, en þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.
Penninn er á lofti hjá Arsenal en félagið hefur þegar framlengt samninga við fjóra lykilmenn í liðinu síðustu mánuði.
Gabriel Martinelli, Bukayo Saka, Martin Ödegaard og William Saliba hafa allir framlengt við félagið á síðustu mánuðum og er nú White næstur í röðinni.
White, sem er 25 ára gamall varnarmaður, kom til Arsenal frá Brighton fyrir tveimur árum og hefur spilað stóra rullu í uppgangi liðsins.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, og aðrir stjórnarmenn eru hæstánægðir með framlag hans og hugarfar, en á næstu vikum verður ráðist í það að framlengja við leikmanninn.
Athugasemdir