Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 10:20
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal vill kaupa Neto - West Ham hættir við Lingard
Powerade
Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta sunnudegi.

Robert Lewandowski (35), framherji Barcelona og pólska landsliðsins, er ofarlega á lista yfir leikmenn sem sádi-arabíska deildin vill fá. (Sport)

Arsenal vonast til að ganga frá kaupum á Pedro Neto (23), leikmanni Wolves, í janúar. (Mirror)

Enska félagið er einnig að fylgjast með Ousmane Diomande (19), leikmanni Sporting Lisbon í Portúgal. (GivemeSport)

Cristiano Giuntoli, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, segir að Chelsea hafi mistekist að kaupa serbneska framherjann Dusan Vlahovic (23), þar sem það hafi ekki viljað ganga að verðmiða leikmannsins. (La Repubblica)

West Ham hefur ákveðið að sleppa því að fá enska leikmanninn Jesse Lingard (30) á frjálsri sölu. Slakt form Lingard varð til þess að West Ham hætti við. (Football Insider)

Arsenal, Chelsea og Liverpool hefur lýst yfir áhuga á Santiago Gimenez (22), sóknarmanni Feyenoord í Hollandi. (Fichajes)

Fótboltasamband Sádi-Arabíu hefur haft samband við fremstu dómara ensku úrvalsdeildarinnar og heldur í vonina um að fá þá í sádi-arabísku deildina. (Telegraph)

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool. hefur áhuga á Donyell Malen (24), framherja Borussia Dortmund, en hann er að leita að varaskeifu fyrir hinn 31 árs gamla Mohamed Salah. (Bild)

Everton er reiðubúið að bjóða Jarrad Branthwaite (21), nýjan samning. (Football Insider)

Real Madrid vill kaupa Nico Williams (21), framherja Athletic Bilbao, í janúar. (Fichajes)

Juventus ætlar í viðræður við franska miðjumanninn Adrien Rabiot (28) um nýjan samning, en hann skrifaði undir eins árs framlengingu í sumar. (Tuttosport)
Athugasemdir
banner
banner