Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 12:08
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Forest og Brentford: Eldskírn hjá Murillo
Nottingham Forest og Brentford mætast í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 13:00, en leikurinn er spilaður á City Ground, heimavelli Forest.

Brasilíski miðvörðurinn Murillo er í fyrsta sinn í byrjunarliði Forest, en hann kom til félagsins frá Corinthians undir lok gluggans fyrir 15 milljónir punda.

Callum Hudson-Odoi og Anthony Elanga koma þá inn fyrir Ola Aina og Morgan Gibbs-White.

Thomas Frank, stjóri Brentford, gerir einnig þrjár breytingar á liði sínu. Kristoffer Ajer. Mathias Jensen og Keane Lewis-Potter koma inn fyrir Mathias Jörgensen, Frank Onyeka og Mads Roerslev.

Nottingham Forest: Turner, Murillo, Niakhate, Boly, Aurier, Hudson-Odoi, Dominguez, Mangala, Sangare, Elanga, Awoniyi.

Brentford: Flekken, Ajer, Pinnock, Collins, Hickey, Janelt, Norgaard, Jensen, Lewis-Potter, Wissa, Mbeumo.
Athugasemdir
banner
banner