Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 16:08
Kjartan Leifur Sigurðsson
Byrjunarlið Fram og KA: Jannik Pohl ekki með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17:00 fer fram leikur Fram og KA í Úlfarsárdalnum. Leikurinn er liður í næst seinustu umferð Bestu deildarinnar í ár. Leikurinn skiptir Fram miklu máli í fallbaráttunni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

Ragnar Sigurðsson þjálfari Fram gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn Keflavík. Aron Jóhannsson kemur inn í byrjunarliðið í stað Jannik Pohl.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn ÍBV. Ívar Örn Árnason, Joan Símun Edmundsson, Andri Fannar Stefánsson og Harley Willard fara út og í stað þeirra koma inn Bjarni Aðalsteinsson, Valdimar Logi Sævarsson, Daníel Hafsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson.
Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon
7. Aron Jóhannsson
10. Fred Saraiva
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
27. Sigfús Árni Guðmundsson
28. Tiago Fernandes
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason
30. Sveinn Margeir Hauksson
44. Valdimar Logi Sævarsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner