HK fær ÍBV í heimsókn í 26. umferð Bestu-deildar karla, búið er að opinbera byrjunarliðin.
Lestu um leikinn: HK 0 - 1 ÍBV
HK mætti Fylki í síðustu umferð og gerðu þar 2-2 jafntefli, eftir að hafa verið manni fleiri frá 6. mínútu. Ómar Ingi þjálfari HK gerir tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik. Ívar Örn Jónsson og Marciano Aziz taka sér sæti á bekknum en inn í byrjunarliðið koma þeir Karl Ágúst Karlsson, strákur fæddur árið 2007 og Arnþór Ari Atlason.
ÍBV gerir 2 breytingar á liði sínu eftir tapleik gegn KA í síðustu umferð. Sverrir Páll og Alex Freyr meiddust báðir gegn KA og eru utan hóps í dag. Í þeirra stað koma þeir Arnar Breki og Tómas Bent.
Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason (f)
9. Anton Søjberg
10. Atli Hrafn Andrason
14. Brynjar Snær Pálsson
18. Atli Arnarson
29. Karl Ágúst Karlsson
Byrjunarlið ÍBV:
12. Guy Smit (m)
0. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
10. Kevin Bru
14. Arnar Breki Gunnarsson
16. Tómas Bent Magnússon
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Michael Jordan Nkololo
26. Felix Örn Friðriksson
26. Richard King
42. Elvis Bwomono
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir