Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Dagur Dan gerði annað mark sitt fyrir Orlando
Dagur Dan Þórhallsson skoraði annað deildarmark sitt fyrir Orlando City sem vann 3-0 sigur á Montreal í MLS-deildinni í nótt.

Dagur, sem er 23 ára gamall, hefur verið að blómstra í hægri bakverðinum hjá Orlando.

Hann fékk lítið að spreyta sig í byrjun leiktíðar og yfirleitt notaður þá framarlega á vellinum, en samkeppnin var mikil og kom ekki eins mikið út úr honum þar og menn höfðu vonast eftir.

Það var ekki fyrr en Oscar Pareja, þjálfari liðsins, ákvað að henda honum í hægri bakvörðinn sem boltinn fór að rúlla og er hann fastamaður í dag.

Dagur gerði annað mark sitt fyrir liðið í nótt í 3-0 sigri á Montreal, en hann kom þá á ferðinni úr hægri bakverðinum, mætti á fjær og potaði boltanum í netið.

Hann lék allan leikinn í sigrinum og er Orlando í öðru sæti austur-deildarinnar með 54 stig. Róbert Orri Þorkelsson var ekki með Montreal vegna meiðsla.

Þorleifur Úlfarsson var á bekknum en kom ekki við sögu í markalausu jafntefli Houston Dynamo gegn Dallas.

Nökkvi Þeyr Þórisson kom á meðan inn á sem varamaður á 89. mínútu í 4-1 sigri St. Louis á Sporting Kansas. St. Louis er í efsta sæti Vestur-deildarinnar með 56 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner