Nott. Forest 1 - 1 Brentford
0-1 Christian Norgaard ('58 )
1-1 Nicolas Dominguez ('65 )
Rautt spjald: Moussa Niakhate, Nott. Forest ('57)
0-1 Christian Norgaard ('58 )
1-1 Nicolas Dominguez ('65 )
Rautt spjald: Moussa Niakhate, Nott. Forest ('57)
Nottingham Forest og Brentford gerðu 1-1 jafntefli í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á City Ground-leikvanginum í dag.
Taiwo Awoniyi var fyrstur að koma boltanum í netið, en á tíundu mínútu skoraði hann eftir hornspyrnu, en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig vítaspyrnu undir lok hálfleiksins er nboltinn fór af handleggnum á Nicolas Dominguez og þaðan í höndina á Willy Boly, varnarmanni liðsins. Leikmenn Brentford kölluðu eftir vítaspyrnu, en fengu ekki.
Forest var hársbreidd frá því að fá á sig sprellimark á 52. mínútu er Matt Turner, markvörður liðsins, var lengi að hreinsa boltann. Yoane Wissa mætti á ferðinni og tókst að komast fyrir sendinguna og var boltinn á leið í netið áður en Boly mætti og bjargaði.
Það var kraftur í Brentford og ekki hjálpaði það Forest er Moussa Niakhate, varnarmaður liðsins, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald eftir brot á Wissa.
Brentford skoraði úr aukaspyrnunni. Mathias Jensen setti spyrnuna beint á hausinn á Christian Norgaard sem stangaði boltann í netið.
Sjö mínútum síðar jafnaði Forest með laglegu skallamarki Nicolas Dominguez eftir fyrirgjöf frá Harry Toffolo.
Það var ágætis dramatík í uppbótartímanum. Murillo, varnarmaður Forest, bjargaði á línu og þá átti Chris Wood ágætis skallafæri hinum megin á vellinum, en sigurmarkið kom ekki og lokatölur því 1-1.
Forest er í 11. sæti með 8 stig en Brentford í 13. sæti með 7 stig.
Athugasemdir