Hollenski sóknarmaðurinn Cody Gakpo meiddist í 2-1 tapi Liverpool gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær, en hann yfirgaf leikvanginn í spelku og er óvitað hversu lengi hann verður frá.
Gakpo skoraði eina mark Liverpool í leiknum og var afar líflegur í sóknarleiknum áður en hann þurfti að fara af velli í hálfleik.
Hollendingurinn skoraði gott mark undir lok hálfleiksins, en eftir að hann skoraði, lagðist hann niður í grasið sárkvalinn.
Diogo Jota kom inn fyrir hann í hálfleik, en þegar Klopp var spurður hvort meiðslin væru af alvarlegum toga, gat hann ekki svarað því.
„Mögulega, en ég veit það ekki. Hann var í spelku,“ sagði Klopp.
„Hann skoraði mark en eftir skotið fann hann enn meiri sársauka og það var út af brotinu á undan,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir