Næst síðasta umferðin í úrslitakeppni Bestu deildar karla hefst í dag, en Blikar geta tryggt Evrópusætið og þá gæti ÍBV fallið niður í Lengjudeildina.
KR fær Breiðabliks í heimsókn klukkan 14:00. Blikar geta tryggt Evrópusætið með sigri á meðan KR-ingar halda reyna að halda voninni á lífi. KR er í neðsta sæti efri hlutans með 34 stig á meðan Blikar eru með 41 stig í þriðja sætinu.
Valur mætir FH á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þegar tryggt annað sætið, en FH er enn í baráttu um Evrópusæti. Tap hjá FH gerir út um vonir liðsins um að komast í Evrópu.
Í neðri hlutanum gæti ráðist hvaða lið fellur með Keflavík.
Keflavík tekur á móti Fylki á HS Orkuvellinum, en Fylkismenn eru hólpnir með sigri. HK tekur þá á móti ÍBV og þar þurfa Eyjamenn sigur til að halda sér á lífi.
Fram mætir KA á Framvellinum. KA er í efsta sæti neðri hlutans og löngu búið að tryggja áframhaldandi veru sína í deildinni, en Fram fer langleiðina með að tryggja sig ef það vinnur leikinn. Eyjamenn þurfa að treysta á að Fylkir eða Fram tapi stigum.
Leikir dagsins:
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Keflavík-Fylkir (HS Orku völlurinn)
17:00 HK-ÍBV (Kórinn)
17:00 Fram-KA (Framvöllur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir