Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 15:31
Brynjar Ingi Erluson
Markalaust hjá Kristianstad - Guðný í vörn Milan í sigri
Kvenaboltinn
Guðný Árnadóttir vann sinn fyrsta leik á tímabilinu
Guðný Árnadóttir vann sinn fyrsta leik á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðný Árnadóttir fagnaði fyrsta sigri tímabilsins með ítalska liðinu AC Milan er það lagði Napoli að velli, 1-0, í Seríu A í dag.

Íslenska landsliðskonan var í byrjunarliði Milan í leiknum, en fór af velli á 77. mínútu, tæpum þrettán mínútum áður en sigurmarkið kom.

Milan var að spila annan leik sinn í deildinni og voru þetta fyrstu stig liðsins.

Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros komu báðar inn af bekknum í 5-0 stórsigri Fortuna Sittard á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni.

Hildur kom inn á 58. mínútu en María fimm mínútum fyrir leikslok. Sittard er á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristianstad gerðu markalaust jafntefli við Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni.

Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Kristianstad og lék allan leikinn, en Emelía Óskarsdóttir kom inn af bekknum á 67. mínútu. Kristianstad er með 39 stig í 6. sæti deildarinnar.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir var þá í byrjunarliði Örebro sem vann Pitea, 1-0. Hún fór af velli á 58. mínútu leiksins. Örebro er í 10. sæti með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner