Paul Mullin, besti leikmaður Wrexham á síðustu leiktíð, stimplaði sig inn í ensku D-deildina með tveimur mörkum í 3-3 jafntefli gegn Crewe Alexandra í gær.
Mullin glímdi við meiðsli í byrjun leiktíðar eftir að hafa skorað 47 mörk á síðasta tímabili og hjálpað liðinu að komast upp úr ensku utandeildinni.
Hann var að spila aðeins þriðja leik sinn á þessu tímabili í gær og virðist vera kominn á sama skrið og á síðasta tímabili.
Mullin skoraði tvö mörk í jafntefli en fyrra markið og jafnframt fyrsta mark hans á tímabilinu kom úr stórglæsilegri bakfallsspyrnu.
Wrexham er í 9. sæti með 16 stig eftir fyrstu tíu leikina.
PAUL MULLIN GOAL. First goal of season for Wrexham forward. And a beauty of a bike at that. Lovely to see him fight all the way back from punctured lung suffered in July. ????????pic.twitter.com/JoHUDp8Wuc
— Men in Blazers (@MenInBlazers) September 30, 2023
Athugasemdir