Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Stimplaði sig inn með laglegri bakfallsspyrnu
Paul Mullin, besti leikmaður Wrexham á síðustu leiktíð, stimplaði sig inn í ensku D-deildina með tveimur mörkum í 3-3 jafntefli gegn Crewe Alexandra í gær.

Mullin glímdi við meiðsli í byrjun leiktíðar eftir að hafa skorað 47 mörk á síðasta tímabili og hjálpað liðinu að komast upp úr ensku utandeildinni.

Hann var að spila aðeins þriðja leik sinn á þessu tímabili í gær og virðist vera kominn á sama skrið og á síðasta tímabili.

Mullin skoraði tvö mörk í jafntefli en fyrra markið og jafnframt fyrsta mark hans á tímabilinu kom úr stórglæsilegri bakfallsspyrnu.

Wrexham er í 9. sæti með 16 stig eftir fyrstu tíu leikina.


Athugasemdir
banner