Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, var ekki sammála ákvörðun Simon Hooper um að reka Curtis Joens af velli í 2-1 tapi Liverpool gegn Tottenham í gær.
Leikurinn hefur verið mikið til umræðu og þá sérstaklega vegna mistaka sem þeir Darren England og Daniel Cook, VAR-dómarar leiksins, gerðu í rangstöðumarki Luis Díaz.
Markið átti að standa og hefur PGMOL (dómarasamtök ensku úrvalsdeildarinnar) viðurkennt mistökin.
Það voru ekki einu mistökin að mati Gary Neville, en hann telur að Curtis Jones hafi ekki átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir brot á Yves Bissouma á 26. mínútu.
Einnig hefur verið umræða um fyrra gula spjaldið sem Diogo Jota fékk, en Destiny Udogie felldi sjálfan sig í því atviki og mínútu síðar fékk Jota sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Bissouma.
„Gult spjald er rétt niðurstaða, en þeir eru að skoða þetta,“ sagði Neville, sem sagði þetta ekki viljaverk.
„Nei, nei, nei. Ég veit hvenær maður er að negla einhvern niður og ég hef sjálfur gert það, en hann var ekki að gera það.“
„Þeir sýna bara síðasta hlutann í hreyfingunni og það lítur auðvitað illa út, en þetta fór ekki svona því fóturinn rennur bara af boltanum. Þetta er ekki rautt spjald en hann mun fá rauða spjaldið og það mun líklega eyðileggja leikinn,“ sagði Neville í lýsingunni.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var einnig hissa á spjaldinu og talaði um það í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn í gær, en það viðtal má lesa ofar í fréttinni.
Yes, that should not have been a red card for Curtis Jones after his foot slipped over the ball. Slow motion replays really mess up the entire perspective of this decision
— Has the Referee or VAR made a poor decision? (@PoorEPLreferees) September 30, 2023
Then they don't even draw the lines for the Diaz goal they just ruled out for offside. Very dodgy behaviour pic.twitter.com/YPa6j1uLcC
Athugasemdir