Styrktarþjálfarinn er nýtt hlaðvarp sem er óhefðbundin knattspyrnu umræða. Umsjónamaður þáttarins er Guðjón Örn Ingólfsson Styrktar- & þrekþjálfari Víkings Reykjavík.
Ræðir hann við aðra styrktarþjálfara úr knattspyrnuheiminum hvort sem þeir starfa á Íslandi eða erlendis. Markmið þáttarins er að leyfa hlustendum að heyra hvað gerist á bakvið tjöldin í undirbúningi og þjálfun leikmanna. Ræðir Guðjón við viðmælendur sínar um hlutverk þeirra hjá sínu félagi og hugmyndafræði í kringum líkamlega þjálfun knattspyrnufólks.
Í fyrsta gestur þáttarins er nýkrýndur Íslandsmeistarinn Jóhann Emil Elíasson sem er styrktarþjálfari hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu. Þáttinn má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum á borð við Apple podcast og Spotify.
Smelltu hér til að finna þáttinn á Spotify
Athugasemdir