Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 16:57
Brynjar Ingi Erluson
Patrik fékk á sig fjögur mörk í fyrsta tapi Viking í fjóra mánuði
Patrik SIgurður Gunnarsson er áfram á toppnum þrátt fyrir risastap
Patrik SIgurður Gunnarsson er áfram á toppnum þrátt fyrir risastap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson og félagar hans í Viking töpuðu fyrir Molde, 4-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag, en þetta var fyrsta deildartap liðsins í fjóra mánuði.

Molde var með þónokkra yfirburði í leiknum þar sem Magnus Wolff Eikrem gerði tvö mörk og þeir Kristian Eriksen og Magnus Retsius Grodem skoruðu hvor sitt markið.

Viking tapaði síðast deildarleik þann 4. júní en fram að leiknum í kvöld hafði liðið unnið tólf leiki og gert eitt jafntefli.

Það vekur athygli að síðasta tapið kom einnig gegn Molde og fékk Patrik einnig á sig fjögur mörk í þeim leik.

Viking er þrátt fyrir tapið áfram á toppnum með 51 stig, tveimur stigum á undan Bodö/Glimt.

Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á bekknum hjá Kifisias sem gerði 1-1 jafntefli við Aris í grísku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikurinn í röð sem hann er á bekknum, eftir annars góða byrjun á tímabilinu, en hann var tvívegis valinn í lið vikunnar hjá SofaScore í fyrstu umferðunum.

Kifisias er í 10. sæti með 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner