Mauricio Pochettino tjáði sig um úkraínska kantmanninn Mykhailo Mudryk sem Chelsea keypti til sín síðasta janúar fyrir um 100 milljónir evra í heildina, með árangurstengdum aukagreiðslum inniföldum.
Mudryk hefur átt erfitt með aðlögunarferlið í enska boltanum og er ekki enn búinn að skora fyrir sitt nýja félag eftir að hafa komið við sögu í 23 leikjum. Hann hefur byrjað síðustu þrjá leiki Chelsea og sýnt flottar rispur án þess þó að takast að skora eða leggja upp.
Mudryk er aðeins 22 ára gamall og hefur alla sína ævi búið í Úkraínu. Hann missti af um 10 mánuðum af fótbolta vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu áður en hann gekk til liðs við Chelsea
„Við erum með mjög ungt lið og líf allra þessara ungu leikmanna hefur gjörbreyst eftir að þeir voru keyptir fyrir mikinn pening. Það er okkar hlutverk að skilja hvað þessir leikmenn þurfa til að láta sér líða vel á nýjum stað, þegar þeim líður þægilega þá geta þeir farið að láta ljós sitt skína," sagði Pochettino og snéri sér svo að Mudryk
„Varðandi Misha þá er hann gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann þarf mikinn tíma til aðlögunar. Menningin hér er allt öðruvísi heldur en hann er vanur og hann er að gera sitt besta til að vera opnari. Hann er að reyna að taka virkan þátt í öllu sem er að gerast í kringum sig bæði innan og utan vallar. Hann er að gera sitt besta til að aðlagast leikmannahópinum og til að skilja betur hvað felst nákvæmlega í því að spila sem liðsheild.
„Að mínu mati erum við að ræða um einstakan leikmann, mér dettur enginn samanburðarhæfur leikmaður í hug. Þetta er spennandi verkefni fyrir hann og fyrir okkur."
Chelsea er aðeins komið með fimm stig eftir sex fyrstu umferðir enska úrvalsdeildartímabilsins og heimsækir liðið Fulham í Lundúnaslag annað kvöld.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 15 | 11 | 3 | 1 | 31 | 12 | +19 | 36 |
2 | Liverpool | 14 | 9 | 4 | 1 | 32 | 14 | +18 | 31 |
3 | Man City | 14 | 9 | 3 | 2 | 36 | 16 | +20 | 30 |
4 | Aston Villa | 14 | 9 | 2 | 3 | 33 | 20 | +13 | 29 |
5 | Tottenham | 14 | 8 | 3 | 3 | 28 | 20 | +8 | 27 |
6 | Newcastle | 14 | 8 | 2 | 4 | 32 | 14 | +18 | 26 |
7 | Man Utd | 14 | 8 | 0 | 6 | 16 | 17 | -1 | 24 |
8 | Brighton | 14 | 6 | 4 | 4 | 30 | 26 | +4 | 22 |
9 | West Ham | 14 | 6 | 3 | 5 | 24 | 24 | 0 | 21 |
10 | Chelsea | 14 | 5 | 4 | 5 | 25 | 22 | +3 | 19 |
11 | Brentford | 14 | 5 | 4 | 5 | 22 | 19 | +3 | 19 |
12 | Wolves | 15 | 5 | 3 | 7 | 20 | 25 | -5 | 18 |
13 | Crystal Palace | 14 | 4 | 4 | 6 | 14 | 19 | -5 | 16 |
14 | Fulham | 14 | 4 | 3 | 7 | 16 | 26 | -10 | 15 |
15 | Nott. Forest | 14 | 3 | 4 | 7 | 16 | 22 | -6 | 13 |
16 | Bournemouth | 14 | 3 | 4 | 7 | 16 | 30 | -14 | 13 |
17 | Luton | 15 | 2 | 3 | 10 | 14 | 28 | -14 | 9 |
18 | Everton | 14 | 5 | 2 | 7 | 15 | 20 | -5 | 7 |
19 | Burnley | 15 | 2 | 1 | 12 | 15 | 33 | -18 | 7 |
20 | Sheffield Utd | 14 | 1 | 2 | 11 | 11 | 39 | -28 | 5 |
Athugasemdir