Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, var allt í öllu í 3-0 sigri Madrídinga á Girona í toppslag La Liga á Spáni í gær.
Englendingurinn skoraði og lagði upp, en stoðsending hans á Joselu í fyrsta markinu var algjört augnakonfekt.
Bellingham átti svokallaða 'Trivela' sendingu eða utanfótarsendingu eins og við myndum kalla þetta á Íslandi, en hún var hnitmiðuð í gegnum alla vörn Girona og á Joselu sem gat ekki annað en skorað.
Sjáðu þessa geggjuðu sendingu í myndbandinu hér fyrir neðan.
Athugasemdir