Gabriela Cavallin, fyrrverandi kærasta brasilíska fótboltamannsins Antony, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að Manchester United ákvað að leyfa honum að hefja störf að nýju.
Antony er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester og Brasilíu fyrir meintar líkamsárásir gegn Cavallin, en atvikin áttu sér stað í júní á síðasta ári og í maí á þessu ári.
Leikmaðurinn var tekinn út úr brasilíska landsliðinu í síðasta mánuði og verður ekki með í næsta landsliðsverkefni á meðan hann er til rannsóknar og þá samþykkti hann að fara í leyfi frá störfum hjá United.
Á dögunum sendi United frá sér yfirlýsingu þar sem það greindi frá því að Antony væri nú kominn til baka úr leyfi og byrjaður að æfa að nýju, en þessi ákvörðun kemur lögfræðingum hennar ekki á óvart.
„Lögfræðingar Gabrielu Cavallin vilja upplýsa um að glæpirnir sem leikmaðurinn framdi eru enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester og Brasilíu, sem er ástæðan fyrir því að við teljum að hann verði bráðlega sendur fyrir dómstóla, þar sem hann mun þurfa að mæta fyrir réttarhöld.“
„Það var okkur augljóst að rökvillur yrðu skapaðar með þeim áformum að liðið fengi hann aftur á æfingar,“ segir í yfirlýsingunni.
Antony neitar sök í málinu, en ef hann verður kærður mun þessi yfirlýsing United eflaust vekja hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum og styrktaraðilum félagsins.
Athugasemdir