Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Besti leikur Elanga í svört-hvítu treyjunni
Nafnarnir Anthony Elanga og Gordon áttu stórleik
Nafnarnir Anthony Elanga og Gordon áttu stórleik
Mynd: EPA
Nafnarnir, Anthony Elanga og Anthony Gordon, voru bestu menn Newcastle United í 4-0 stórsigrinum á Union SG í 2. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Elanga, sem var keyptur til Newcastle frá Nottingham Forest fyrir 55 milljónir punda í sumar, hefur ekki verið sannfærandi í byrjun leiktíðar, en hann virðist vera að finna taktinn.

Hann átti þátt í tveimur mörkum hjá Newcastle í kvöld og fær 9 fyrir framlagið, eins og Anthony Gordon sem skoraði tvö og kom að einu marki.

Goal sér um einkunnir Newcastle manna í kvöld.

Einkunnir Newcastle: Pope (7), Trippier (7), Thiaw (6), Botman (7), Burn (6), Tonali (8), Guimaraes (7), Joelinton (6), Elanga (9), Woltemade (8), Gordon (9).
Varamenn: Miley (6), Osula (7), Barnes (7), Hall (6).

Newcastle var að sækja sinn fyrsta sigur í deildarkeppninni á tímabilinu og er því með þrjú stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir