Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Tveir leikmenn Wolves í brasilíska landsliðshópnum - Enginn Alisson
Andre er í hópnum hjá Ancelotti
Andre er í hópnum hjá Ancelotti
Mynd: Wolves
Alisson er ekki með
Alisson er ekki með
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, þjálfari brasilíska landsliðsins, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir vináttuleikina gegn Japan og Suður-Kóreu í þessum mánuði.

Alisson, markvörður Liverpool, er ekki í hópnum eftir að hafa meiðst í lokin í 1-0 tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í gær. Bento, Ederson og Hugo Souza verða markverðir Brasilíu í leikjunum.

Einnig vekur athygli að tveir leikmenn úr botnliði Wolves eru í hópnum en það eru miðjumennirnir Andre og Joao Gomes.

Casemiro og Matheus Cunha, leikmenn Manchester United, eru þá báðir í hópnum.

Leikirnir gegn Japan og Suður-Kóreu fara fram 10. og 14. október.

Hópurinn:
Bento - Al-Nassr
Ederson - Fenerbahce
Hugo Souza - Corinthians
Vanderson - Monaco
Wesley - Roma
Caio Henrique - Monaco
Carlos Augusto - Inter Milan
Douglas Santos - Zenit
Éder Militao - Real Madrid
Fabrício Bruno - Cruzeiro
Gabriel Magalhaes - Arsenal
Lucas Beraldo - PSG
André - Wolves
Bruno Guimarães - Newcastle
Casemiro - Manchester United
João Gomes - Wolves
Joelinton - Newcastle
Lucas Paquetá - West Ham
Estêvão - Chelsea
Gabriel Martinelli - Arsenal
Igor Jesus - Nottingham Forest
Luiz Henrique - Zenit
Matheus Cunha - Manchester United
Richarlison - Tottenham
Vinicius Júnior - Real Madrid
Rodrygo - Real Madrid
Athugasemdir