Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Frank hrifinn af leikmanni Bodö/Glimt - „Reyndi að fá hann til Brentford“
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Tottenham Hotspur á Englandi, segir að hann gæti vel reynt að fá norska leikmanninn Jens Petter Hauge frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt í framtíðinni.

Hauge skoraði bæði mörk Bodö/Glimt í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham í Meistaradeildinni í gær.

Hann var mikið efni hér árum áður og spilaði meðal annars með AC Milan og Eintracht Frankfurt áður en hann sneri aftur heim til Noregs.

Norðmaðurinn er aðeins 25 ára gamall og því ekki útilokað að hann taki aftur stökkið í stærri deild.

Frank reyndi að fá hann til Brentford fyrir nokkrum árum og segir aldrei að vita nema hann reyni aftur.

„Hann var stórkostlegur. Ég reyndi að fá hann til Brentford fyrir löngu síðan og það var gott að sjá hann aftur. Ég vissi að hann væri góður en í dag var hann óaðfinnanlegur. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Frank eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner