Brasilíski framherjinn Rodrigo Muniez hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Fulham til 20230 með möguleika á einu ári til viðbótar. Þetta kemur fram í tilkynningu Fulham í kvöld.
Muniz er 24 ára gamall og verið á mála hjá Fulham frá 2021, en hann kom til félagsins frá Flamengo í heimalandinu.
Síðustu tvö tímabil hefur Muniz skoraði 17 deildarmörk og verið þeirra helst ógn fram á við, en hann hefur aðeins skorað eitt mark á þessari leiktíð.
Framherjinn var orðaður við Atalanta, Leeds og Tottenham í sumar, en Fulham tókst að halda í hann og hefur nú þakkað honum fyrir hollustu sína með því að framlengja samning hans til næstu fimm ára.
Félagið á möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.
Geggjaðar fréttir fyrir Fulham sem er í 11. sæti með 8 stig eftir sex umferðir.
Rodrigo Muniz has signed a new long-term deal! ????
— Fulham Football Club (@FulhamFC) October 1, 2025
Athugasemdir