Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. desember 2022 13:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birti mynd sem vakti mikla lukku hjá aðdáendum Liverpool
Jude Bellingham og Trent Alexander-Arnold.
Jude Bellingham og Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold vakti mikla lukku hjá stuðningsmönnum Liverpool með mynd sem hann birti á samfélagsmiðlum í gær.

Alexander-Arnold er með enska landsliðinu í Katar þar sem liðið tekur þátt á heimsmeistaramótinu.

Hann og miðjumaðurinn Jude Bellingham fóru í göngutúr í Doha í gær. Birti bakvörðurinn mynd af því og skrifaði við hana: „Í gönguferð með bróður mínum."

Alexander-Arnold og Bellingham eru orðnir mjög góðir vinir eftir að hafa leikið í enska landsliðinu saman. Bellingham, sem er 19 ára, er einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum en sagan segir að Liverpool hafi gríðarlegan áhuga á honum.

Fólk hefur verið að líkja Alexander-Arnold við umboðsmann á samfélagsmiðum en góð tenging hans við Bellingham gæti hjálpað Liverpool að landa miðjumanninum.


Athugasemdir
banner
banner